Stjórnvöld hafa vitað um þörfina fyrir ný hjúkrunarrými í mörg ár en hafa ekki brugðist við með fullnægjandi hætti.
Jónína Björk Óskarsdóttir
Jónína Björk Óskarsdóttir

Jónína Björk Óskarsdóttir

Ísland stendur frammi fyrir alvarlegum skorti á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Nú þegar eru 700 manns á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og vandinn mun aðeins versna á komandi árum þar sem hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu fer vaxandi. Ríkisstjórnin sýnir algjört stefnuleysi og sinnuleysi gagnvart þessum vanda með máttlausum og ófullnægjandi áætlunum.

Á síðastliðnum áratug hafa stjórnmálamenn rætt um að efla heimahjúkrun sem leið til að bregðast við skorti á hjúkrunarrýmum. Hins vegar hefur fjármagn til heimahjúkrunar staðið í stað sem hlutfall af landsframleiðslu. Ljóst er að heimahjúkrun ein og sér er ekki nægjanleg lausn, sérstaklega í ljósi þess að fjöldi fólks yfir áttræðu mun tvöfaldast á næstu 15 árum.

Það er brýnt að ráðast í þjóðarátak til að byggja fleiri hjúkrunarrými

...