2024 Gabriella býr á hjúkrunarheimili á Sléttuvegi og unir hag sínum vel. Hún les Morgunblaðið og leggur áherslu á að vera í góðu skapi alla daga.
2024 Gabriella býr á hjúkrunarheimili á Sléttuvegi og unir hag sínum vel. Hún les Morgunblaðið og leggur áherslu á að vera í góðu skapi alla daga.

Gabriella Horvath fæddist 22. júlí 1934 í bænum Kapuvar í vesturhluta Ungverjalands, einkabarn hjónanna Teresíu Horvath, f. 1910, og Jósefs Horvath, f. 1907. Hún er einn af þeim 56 flóttamönnum sem komu til Íslands frá Ungverjalandi árið 1956.

Þegar Gabriella var tíu ára var faðir hennar kallaður í herinn. „Ég var aldrei sátt við Þjóðverja, þótt Ungverjaland styddi þá í stríðinu gegn Sovétríkjunum. Þeir völsuðu inn og út af heimilum fólks og ég kenndi þeim um að pabbi hefði þurft að fara í stríðið.“ Rauði herinn sat um landið og Gabriella minnist þess að hafa verið skelfingu lostin þegar sprengjum rigndi yfir landið og fjölskyldan hafi reglulega farið í loftvarnarbyrgi. Þegar hún var 13 ára fréttist að faðir hennar hefði verið handtekinn af Rússum og látist í fangabúðum, sem var gífurlegt áfall. Eftir að Sovétmenn hertóku Ungverjaland segir hún að hermennirnir hafi komið hrikalega fram

...