Vöxtur öflugs atvinnulífs sem skilar háum heildartekjum íbúa verður einungis með því að umgangast með gætni annarra manna fé og tryggja athafnafrelsi.
Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson

Ragnar Sigurðsson

Hér fyrir austan gengur vel. Atvinnulífið blómstrar og atvinnuleysi með því minnsta sem mælist.

Þessu til staðfestingar birtust í vikunni fréttir úr Fjarðabyggð. Enn einu sinni er Fjarðabyggð það sveitarfélag sem hefur hvað hæstu meðaltekjur á íbúa. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar voru árið 2023 heildartekjur einstaklinga í Fjarðabyggð 10.248.000 kr. Þessar tölur eru byggðar á skattframtölum einstaklinga frá síðasta ári.

Fjórðu hæstu heildartekjur íbúa sveitarfélaga í landinu. Á meðan var miðgildi heildartekna í fyrra um 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvarar því að helmingur einstaklinga hafði heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði.

Framleiðsla skilar miklum tekjum

Um leið er ástæða til

...