Á þessum tímamótum er þakklæti efst í huga meðlima Sri Chinmoy-setursins.
Torfi Leósson
Torfi Leósson

Torfi Leósson

Þann 21. júlí 1974 lauk á Íslandi fyrirlestraferðalagi Sri Chinmoy um evrópska háskóla, en þessi indverski andlegi meistari, sem búsettur var í New York síðari hluta ævinnar, hóf sex árum áður að halda opna fyrirlestra og hugleiðslur um andleg málefni. Fyrirlesturinn í Háskóla Íslands, Háleit þrá og helgun, var sá síðasti af 15 á mánaðarlöngu ferðalagi, sem innihélt m.a. þekkta háskóla eins og Oxford og Cambridge. Þegar Kristján Eldjárn, þáverandi forseti Íslands, spurði Sri Chinmoy hvernig á því stæði að hann sækti heim „þessa afskekktu eyju í Atlantshafinu“, svaraði hann því til að Ísland væri alls ekki afskekkt, því „þegar við lifum í hjartanu er heimurinn afskaplega lítill“.

Allar götur síðan hefur Sri Chinmoy-setrið verið starfrækt á Íslandi. Áhugafólk um andleg málefni á Íslandi, sem leitað hafði

...