Engir ferlar eru til innan flokks demókrata til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin nú þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fallið frá framboði sínu til forseta. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir …
Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára Ómarsdóttir

Engir ferlar eru til innan flokks demókrata til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin nú þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fallið frá framboði sínu til forseta.

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ef flokkurinn vilji sameinast og koma sterkur inn í kosningarnar sé þessi lausn, að Kamala Harris verði forsetaefni flokksins, sennilega skynsamlegust. „Frek­ar en að reyna að fara í ein­hverj­ar hraðar for­kosn­ing­ar. Það þarf að vera kom­in niðurstaða 6. ág­úst vegna þess að þá þarf að setja nafn fram­bjóðanda á kjör­seðil­inn í Ohio,“ seg­ir Silja.

„Þau þurfa að sam­ein­ast um ein­hvern fram­bjóðanda og Harris þarf að vera á kjör­seðlin­um. Ann­ars má ekki nota allt fé sem Biden hef­ur safnað í fram­boð ein­hvers sem ekki er í fram­boði nú þegar.“

Silja kveðst ekki muna eftir því að þetta hafi gerst áður, allavega ekki á 20. og 21. öld, að fram­bjóðandi sem sigrað hef­ur í for­vali

...