Menntamál Mjöll segir prófin hafa verið barn síns tíma.
Menntamál Mjöll segir prófin hafa verið barn síns tíma.

Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir umræðuna um skólamál síðustu daga vera „storm í vatnsglasi“. Hún segir samræmdu könnunarprófin hafa verið orðin barn síns tíma og að ekki hafi verið um boðlegt ástand að ræða.

Umræðan um vanda íslenska skólakerfisins hefur farið hátt í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins og mbl.is um menntakerfið síðustu daga. Þar á meðal hefur verið fjallað um að áformað sé að leggja niður samræmdu könnunarprófin þrátt fyrir að nýtt námsmat, matsferill, verði ekki tilbúið til notkunar fyrr en eftir nokkur ár.

„Samræmdu prófin voru búin með sitt skeið og það var verið að reyna að breyta þeim á síðustu árum fram undir árið 2020.
Gera þau meira rafræn og þau voru orðin eitthvað sem hægt var að lesa út úr með tölvu-
tækninni,“ segir Mjöll og bætir

...