Breiðablik er aðeins þremur stigum frá toppliði Víkings úr Reykjavík í Bestu deild karla í fótbolta eftir sigur á KR, 4:2, í fjörlegum leik á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Breiðablik er nú með 30 stig, tveimur meira en Valur sem á leik til góða
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Breiðablik er aðeins þremur stigum frá toppliði Víkings úr Reykjavík í Bestu deild karla í fótbolta eftir sigur á KR, 4:2, í fjörlegum leik á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Breiðablik er nú með 30 stig, tveimur meira en Valur sem á leik til góða. Öll hafa þau misstigið sig síðustu vikur og stefnir í þriggja hesta kapphlaup toppliðanna og vonandi endist það sem lengst.

Benjamin Stokke gerði tvö mörk fyrir Breiðablik og þeir Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson komust einnig á blað. Blikar fengu svo fjölmörg færi til að skora fleiri mörk. Luke Rae gerði bæði mörk KR, sem er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og í miklum vandræðum. Ráðning Pálma Rafns Pálmasonar hefur lítið bætt gengi Reykjavíkurliðsins fræga.

...