30 ára Einar Páll fæddist í Reykjavík og ólst upp í Smárahverfinu í Kópavogi. Hann gekk í Smáraskóla og fór svo á eðlisfræðibraut í Verzlunarskóla Íslands. Hann lærði Viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist 2017. Á þessum tíma gegndi hann um tíma stöðu formanns Ungra fjárfesta. Síðan flutti hann til Bretlands og fór í meistaranám í fjármálum í Imperial College Business School í London. Hann útskrifaðist með meistarapróf árið 2018 og að því loknu fór hann að starfa hjá Langasjó, fyrst um sinn sem fjármálastjóri og síðar forstöðumaður viðskiptaþróunar og starfar þar enn í dag. Hann er einnig stjórnarformaður í Sælgætisgerðinni Freyju samhliða starfi sínu hjá Langasjó.

Helstu áhugamál Einars Páls eru fótbolti, hlaup, ferðalög og samverustundir með fjölskyldu og vinum. „Ég æfði fótbolta með Breiðabliki í mörg ár og er enn í dag harður Bliki ásamt því

...