Aðgerða- og umhverfissinninn Paul Watson var handtekinn í Nuuk á Grænlandi í gær. Watson var handtekinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökutilskipunar frá japönskum yfirvöldum. Beið lögregla komu Watsons við höfnina í Nuuk þegar hann sigldi inn á skipinu John Paul Dejoria
Nuuk Watson var handtekinn við komuna til Grænlands í gær.
Nuuk Watson var handtekinn við komuna til Grænlands í gær. — Ljósmynd/Paul Watson Foundation

Ellen Geirsdóttir Håkansson

ellen@mbl.is

Aðgerða- og umhverfissinninn Paul Watson var handtekinn í Nuuk á Grænlandi í gær.

Watson var handtekinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökutilskipunar frá japönskum yfirvöldum. Beið lögregla komu Watsons við höfnina í Nuuk þegar hann sigldi inn á skipinu John Paul Dejoria.

Að sögn grænlenska fjölmiðilsins Sermitsiaq átti að færa Watson fyrir héraðsdóm í Nuuk með þeirri kröfu að hann yrði í haldi þar

...