Fyrirtækið Aska Studios er nýjasta viðbótin við íslenska tölvuleikjageirann en þar vinna í dag þrettán manns við smíði samspilunar-skotleiks sem fengið hefur vinnuheitið Nebula. Vogunarsjóðirnir Silfurberg ehf

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Fyrirtækið Aska Studios er nýjasta viðbótin við íslenska tölvuleikjageirann en þar vinna í dag þrettán manns við smíði samspilunar-skotleiks sem fengið hefur vinnuheitið Nebula. Vogunarsjóðirnir Silfurberg ehf. og 1994 ehf. hafa fjárfest í verkefninu og styttist óðum í útgáfu leiksins.

Halldór Heiðberg er meðstofnandi, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Aska Studios og segir hann að ástríða fyrir tölvuleikjum hafi leitt stofnendur félagsins saman. „Við komum úr ólíkum áttum en höfum haldið hópinn í þetta tíu eða fimmtán ár í gegnum tölvuleiki, og ræktað vináttusambandið með tölvuleikjaspilun,“ segir hann. Halldór er með listrænan bakgrunn og hefur komið að stórum erlendum kvikmynda- og tölvuleikjaverkefnum, en meðstofnendur hans eru m.a.

...