Í kjölfar brotthvarfs Joes Bidens Bandaríkjaforseta á elleftu stundu, úr harðnandi kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í nóvember, munu flokkssystkini forsetans fráfarandi „hefja gagnsætt og skipulegt ferli þess að stíga fram…
Á rökstólum Demókrötum er martröðin 27. júní í fersku minni þegar Joe Biden galt afhroð í einvíginu við Trump.
Á rökstólum Demókrötum er martröðin 27. júní í fersku minni þegar Joe Biden galt afhroð í einvíginu við Trump. — AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Í kjölfar brotthvarfs Joes Bidens Bandaríkjaforseta á elleftu stundu, úr harðnandi kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í nóvember, munu flokkssystkini forsetans fráfarandi „hefja gagnsætt og skipulegt ferli þess að stíga fram sem sameinaður Demókrataflokkur með frambjóðanda sem er í stakk búinn til að sigra Donald Trump í nóvember“, eins og Jaime Harrison flokksformaður sagði í yfirlýsingu í gær.

Rétt rúmir eitt hundrað dagar eru til stefnu fram að kosningum og veltir AFP-fréttastofan upp þeim möguleikum er demókrötum standa til boða á lokaspretti sem nálgast hröðum skrefum.

Landsfundurinn í uppnámi

„Kjörmenn okkar [Demókrataflokksins] eru þess albúnir að taka

...