Ég ímynda mér stöðugt að það verði byggður múr á milli Úkraínu og Rússlands. Vildi óska þess, því það er þvílíkur yfirgangur í Rússum.
Anastasiia Skubenik
Anastasiia Skubenik

Hvað er að gerast? Ég hafði spurt mig þessarar spurningar áður en stríðið hófst. Ég mun deyja, hugsaði ég, og allur heimurinn mun horfa á. Vinur minn flúði frá Úkraínu undir eldflaugaárás. Hann skreið um göturnar á hnjánum með drykkjarbrúsann sinn.

Það var ekki neitt annað að gera fyrir mig en að flýja frá Kharkov. Þökk sé sjálfboðaliðum sem hjálpuðu mér að komast á brautarstöðina. Ég þakka Guði að ég komst burt. Brautarstöðin var troðfull af fólki á flótta, stúdentum, konum og börnum. Ég þurfti að leita skjóls í hvert sinn sem flugskeytin flugu yfir eða sprungu í nágrenninu. Ég komst til Póllands, Þýskalands og þaðan til Íslands.

Ég ímynda mér stöðugt að það verði byggður múr á milli Úkraínu og Rússlands. Vildi óska þess, því það er þvílíkur yfirgangur í Rússum. Svo margir Úkraínumenn hafa verið drepnir í þessu

...