Kampakát Hulda Clara mjög glöð með sigurverðlaunin í gær.
Kampakát Hulda Clara mjög glöð með sigurverðlaunin í gær. — Ljósmynd/Seth@golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson fögnuðu bæði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í golfi er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Þau unnu einmitt bæði árið 2021 og hafa því fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum saman.

Hulda Clara vann eftir æsispennandi lokahring. Hún lék hringina fjóra á samanlagt fjórum höggum yfir pari, einu höggi færra en Íslandsmeistarinn frá því í fyrra Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem varð önnur.

Hulda lék lokahringinn í gær á 74 höggum og Ragnhildur 78 höggum. Ragnhildur fékk tvo skolla á síðustu fjórum holunum sem reyndust dýrkeyptir.

Stöðug spilamennska

Hulda lék mjög stöðugt golf allt mótið, en hún lék sinn besta hring á 71 höggi og þann versta á 74.

...