Knattspyrnumaðurinn Davíð Ingvarsson er kominn aftur í Breiðablik frá danska liðinu Kolding. Davíð, sem er bakvörður, hefur leikið 93 leiki með Breiðabliki. Hann samdi við Kolding í febrúar síðastliðnum en rifti samningi sínum við félagið vegna skorts á tækifærum með liðinu

Knattspyrnumaðurinn Davíð Ingvarsson er kominn aftur í Breiðablik frá danska liðinu Kolding. Davíð, sem er bakvörður, hefur leikið 93 leiki með Breiðabliki. Hann samdi við Kolding í febrúar síðastliðnum en rifti samningi sínum við félagið vegna skorts á tækifærum með liðinu. Samningur Davíðs gildir til ársins 2026.

Ísland hafnaði í sjöunda sæti Evrópumóts U20 ára landsliða í handbolta eftir sigur á Noregi, 32:29, í Slóveníu í gær. Ísland tapaði fyrir Svíþjóð á föstudaginn og Noregur tapaði fyrir Austurríki. Liðin mættust því í leik um sjöunda sætið og reyndist íslenska liðið sterkara. Reynir Þór Stefánsson fór enn einu sinni á kostum í liði Íslands og skoraði 11 mörk. Össur Haraldsson skoraði átta og Elmar Erlingsson sex.

Knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros

...