Einn er þó sá staður sem enginn sækir um búsetu á og erfitt reynist að fá íbúa þar til að flytja.
Kristján Hall
Kristján Hall

Kristján Hall

Sú var tíðin að borgarstjórar kepptust við að fegra borgina með grænum svæðum og göngustígum.

Nú er öldin önnur. Á þessum svæðum hafa verið reist háreist hús í öllum regnbogans litum, með nýmóðins rakaskemmdum og lekum, af heimsins hugviti og af öllum stærðum og gerðum. Eftir kúnstarinnar reglum og reglugerðum.

Gangandi vegfarendur eiga sér hvíldarstaði harða og geta þaðan dásamað skvettur glæsilegar undan hjólum stríðsvagnanna og borið saman hæð og lengd gosbrunnanna.

Einn er þó sá staður sem enginn sækir um búsetu á og erfitt reynist að fá íbúa þar til að flytja. Hólavallagarður heitir sá kyrrðarinnar reitur, með gangstígum, blómum og trjám, sem gjarnan mætti grisja og klippa til og leyfa sólinni enn betur að leika sér

...