„Náttúran og hennar samspil við samfélög og manneskjuna hafa alltaf heillað mig,“ segir Hildigunnur H.H. Thorsteinsson, nýr forstjóri Veðurstofu Íslands. Hún tók við starfinu 1. júní síðastliðinn, það er stjórn stofnunar sem hefur miðlægt hlutverk á sviði náttúruvísinda
Vísindi Rannsóknaráherslur tengjast náttúruvá, til dæmis skriðum, flóðum og óveðri og aðlögun að loftslagsáhrifum, segir Hildigunnur í viðtalinu.
Vísindi Rannsóknaráherslur tengjast náttúruvá, til dæmis skriðum, flóðum og óveðri og aðlögun að loftslagsáhrifum, segir Hildigunnur í viðtalinu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Náttúran og hennar samspil við samfélög og manneskjuna hafa alltaf heillað mig,“ segir Hildigunnur H.H. Thorsteinsson, nýr forstjóri Veðurstofu Íslands. Hún tók við starfinu 1. júní síðastliðinn, það er stjórn stofnunar sem hefur miðlægt hlutverk á sviði náttúruvísinda. Vöktun á veðri og spágerð eru þar áberandi verkefni en mörgu fleira er sinnt. Vísindamenn hjá stofnuninni rannsaka og gefa út viðvaranir og spár fyrir yfirvofandi hættu af völdum veðurs, jarðskjálfta,

...