„Þetta eru auðvitað ofboðslega stórar fréttir og þrátt fyrir að það hafi um þetta verið rætt, og ég þar á meðal, þá kom þetta nokkuð óvænt svona á sunnudagseftirmiðdegi í gegnum færslu á X,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir…
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

„Þetta eru auðvitað ofboðslega stórar fréttir og þrátt fyrir að það hafi um þetta verið rætt, og ég þar á meðal, þá kom þetta nokkuð óvænt svona á sunnudagseftirmiðdegi í gegnum færslu á X,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið um brotthvarf Bidens Bandaríkjaforseta.

„Biden er auðvitað maður sem á gríðarlega langan feril að baki í stjórnmálum og á margan hátt mjög farsælan. En það er að minnsta kosti hægt að segja að það verði áhugavert að fylgjast með næstu dögum og vikum.“

Þegar því er velt upp að ný staða í forsetakosningunum setji ef til vill í gang vissa óvissustöðu í utanríkismálum þegar kemur að því að geta kortlagt alla þá sem Ísland þurfi mögulega að vinna með segir Þórdís Ísland vinna með þá niðurstöðu sem verði.

...