„Ég var náttúrlega eitthvað að rífa kjaft, en það kom fyrir ekki, við enduðum úti í Aberdeen.“
Viðar Hjartarson
Viðar Hjartarson

Viðar Hjartarson

Í ritum um landhelgisdeilur okkar Íslendinga við Breta o.fl. fyrr á árum er lýst ýmsum fróðlegum samskiptum deiluaðila úti á miðunum. Eins atburðar er þar þó ekki getið og er ástæðan líklega sú að hvergi er hann að finna í opinberum gögnum. Málið er engu að síður athyglisvert og full ástæða til að láta það ekki falla í gleymskunnar dá og í þeim tilgangi er pistill þessi skrifaður.

Söguþráður

Vorið 1947 var Samvinnufélagsbáturinn Finnbjörn ÍS 24 (80 smálestir, smíðaður í Svíþjóð 1946) leigður Landhelgisgæslunni og fylgdi hluti áhafnarinnar með, þar á meðal faðir minn, Hjörtur Bjarnason (Hjörtur Stapi), sem verið hafði stýrimaður á bátnum, en starfsmenn Gæslunnar voru yfirmenn. Þann 17. maí þetta ár stóð Finnbjörn skoska togarann Ben Heilem A 248 að ólöglegum veiðum innan þriggja mílna landhelginnar út

...