„Ég heyri það frá foreldrum að þeim finnst þeir ekki fá nógu góðar upplýsingar um stöðu barna sinna í námi. Þá held ég að við verðum að skoða: hvað er það í þessu sem við þurfum að gera öðruvísi?“ segir Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla
Nemar Grunnskólabörn í 10. bekk fá einkunnir í bókstöfum.
Nemar Grunnskólabörn í 10. bekk fá einkunnir í bókstöfum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

vally@mbl.is

„Ég heyri það frá foreldrum að þeim finnst þeir ekki fá nógu góðar upplýsingar um stöðu barna sinna í námi. Þá held ég að við verðum að skoða: hvað er það í þessu sem við þurfum að gera öðruvísi?“ segir Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla.

„Það er námskrá sem kveður á um matsviðmið í einkunnagjöf, en ég held að hver sá sem les þessi matsviðmið sjái að það er ekki tryggt að ákveðin matsviðmið séu metin og vegin á sama hátt í skólum,“ segir Ómar.

Hann segir fólk ekki skilja fyrirkomulagið á sama hátt og það sé heldur ekki skilið á sama

...