Ragnar Kristján Stefánsson fæddist 14. ágúst 1938. Hann andaðist 25. júní 2024.

Útför Ragnars fór fram 10. júlí 2024.

Það var upphefð fyrir okkur í byggðahreyfingunni Landsbyggðin lifi (LBL) að fá Ragnar í stjórnina 2003 og í kjölfarið sem formann samtakanna til 2009 þar til hann fór utan, en eftir heimkomu kom hann í varastjórn og vann með okkur alla tíð af heilindum.

Segja má að stjórnarskiptin 2003 hafi kostað nokkra mannlega skjálftavirkni um tíma, en úr því leystist og átti Ragnar sinn þátt í að efla starf LBL og skila hreyfingunni öflugri til framtíðar.

Við fórum víða um land með aðalfundi okkar, oftast með málþing í kjölfarið. Þeim stjórnaði Ragnar. Ályktanir og greinar sendi Ragnar frá sér um mál sem stóðu honum nærri eins og Húsabakkaskóli og göng

...