Nýr meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut blasir við öllum sem leið eiga um Vatnsmýrina í Reykjavík. Glæsileg nýbygging sem lofar góðu um heilbrigðisþjónustuna sem þar verður veitt. Ég er þess fullviss að innan nýja Landspítalans mun…
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Nýr meðferðarkjarni Landspítalans við Hringbraut blasir við öllum sem leið eiga um Vatnsmýrina í Reykjavík. Glæsileg nýbygging sem lofar góðu um heilbrigðisþjónustuna sem þar verður veitt. Ég er þess fullviss að innan nýja Landspítalans mun starfsemin bera þess skýr merki að húsnæðið er hannað með þarfir og kröfur samtímans að leiðarljósi. Þar verða einkastofur sjúklinga reglan og aðbúnaður starfsfólks allt annar og betri en nú er. Ef áætlanir ganga eftir verður nýja sjúkrahúsið tilbúið í lok þessa áratugar. Vonandi laðar nýtt starfsumhverfi að sér heilbrigðisstarfsfólk úr öllum stéttum. Við þurfum á því að halda.

Samfylkingin hefur í stjórn og stjórnarandstöðu stutt dyggilega við uppbyggingu nýs Landspítala og viljað hraða henni. En við jafnaðarfólk höfum einnig verið óþreytandi við að benda á nauðsyn þess að fjármagna þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu með fullnægjandi hætti og í þágu

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir