Vegfarendur sem eiga leið hjá húsi Björgunarfélags Hornafjarðar reka eflaust margir upp stór augu við að sjá ofurtrukk sem stendur í innkeyrslunni um þessar mundir. Um er að ræða sérsmíði félagsmanna á Höfn en bíllinn hefur verið hækkaður
Björgunarsveit Friðrik Jónas Friðriksson og Finnur Smári Torfason hittu Morgunblaðsmenn á Höfn og sýndu þeim trukkinn, sem er engin smásmíði.
Björgunarsveit Friðrik Jónas Friðriksson og Finnur Smári Torfason hittu Morgunblaðsmenn á Höfn og sýndu þeim trukkinn, sem er engin smásmíði. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Iðunn Andrésdóttir

idunn@mbl.is

Vegfarendur sem eiga leið hjá húsi Björgunarfélags Hornafjarðar reka eflaust margir upp stór augu við að sjá ofurtrukk sem stendur í innkeyrslunni um þessar mundir.

Um er að ræða sérsmíði félagsmanna á Höfn en bíllinn hefur verið hækkaður. Dekkin eru 58 tommur og er hann því stærsti björgunarbíll landsins. Svo hár raunar, að nota þarf stiga til að stíga um borð, þar sem enn er ekki búið smíða stigbretti á hann.

Blaðamaður ræddi við Finn Smára Torfason, núverandi formann félagsins, og Friðrik Jónas Friðriksson fyrrverandi formann.

Að sögn Finns var kominn tími til að endurnýja bíl sem sveitin átti fyrir og var hópur settur saman til að leggja mat á hvers kyns

...