Fylkir fór úr botnsæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með sannfærandi heimasigri á Tindastóli í 13. umferðinni í Árbænum í gær, 4:1. Sigurinn var langþráður því hann var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu frá því liðið vann Keflavík, 4:2, 2
Árbærinn Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki reynir að stöðva Birgittu Rún Finnbogadóttur úr Tindastóli í fallslagnum mikla í Árbænum í gær.
Árbærinn Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki reynir að stöðva Birgittu Rún Finnbogadóttur úr Tindastóli í fallslagnum mikla í Árbænum í gær. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Fylkir fór úr botnsæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með sannfærandi heimasigri á Tindastóli í 13. umferðinni í Árbænum í gær, 4:1. Sigurinn var langþráður því hann var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu frá því liðið vann Keflavík, 4:2, 2. maí. Fylkir er nú með níu stig, tveimur stigum á eftir Tindastóli.

Jordyn Rhodes kom Tindastóli yfir en þær Abigail Boyan, Helga Guðrún Kristinsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Kolfinna Baldursdóttir svöruðu fyrir Fylkiskonur.

Breiðablik og Valur unnu bæði nauma sigra á laugardag. Liðin eru nú 12 stigum á undan Þór/KA og í tveggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn.

Breiðablik

...