Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ekki halda til streitu framboði sínu til endurkjörs í nóvember. Brotthvarf Bidens, sem hann tilkynnti síðdegis í gær að íslenskum tíma, reið sem jarðskjálfti yfir flokk demókrata en gæti á sama tíma gætt kosningabaráttu þeirra nýju lífi

Skúli Halldórsson

Atli Steinn Guðmundsson

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ekki halda til streitu framboði sínu til endurkjörs í nóvember. Brotthvarf Bidens, sem hann tilkynnti síðdegis í gær að íslenskum tíma, reið sem jarðskjálfti yfir flokk demókrata en gæti á sama tíma gætt kosningabaráttu þeirra nýju lífi. Mikil óvissa blasir við á komandi vikum en þær skipta einnig höfuðmáli í slagnum við fyrrverandi forsetann Donald Trump.

Demókratar þurfa nú að velja sér nýjan frambjóðanda til að útnefna fyrir forsetakosningarnar. Það gera þeir að óbreyttu á landsfundi flokksins sem haldinn verður dagana 18.-21. ágúst. Kamala Harris sitjandi varaforseti hlaut í gær stuðning Bidens og nokkurra annarra háttsettra demókrata. Hún á þó ekki útnefninguna vísa. Til marks um það lét fyrrverandi forsetinn Barack Obama það vera að láta í

...