Eitt af því sem ég held að verði nauðsynlegur partur af viðbrögðum okkar við faröldrum framtíðarinnar er að faraldsfræðistofnun þegar hún er komin á legg geti kvatt til starfa alla þá aðila í samfélaginu sem gætu lagt sitt af mörkum til að verja það.
Kári Stefánsson
Kári Stefánsson

Kári Stefánsson

Á laugardaginn var birtist í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir fyrirsögninni: Lærdómur plágunnar. Boðskapur greinarinnar er sá að við þurfum að leggja meira á okkur við að læra af Covid-19-faraldrinum og tek ég undir hann heilshugar. Ég hef margsinnis hvatt stjórnvöld til þess að setja á fót farsóttarstofnun sem hefði því hlutverki að gegna að rýna í reynsluna af Covid-19 og farsóttum fyrri tíma og undirbúa okkur undir þær sem hljóta að koma. Kostnaður við slíka stofnun væri að öllum líkindum mikill en þó hverfandi miðað við þann sem hlytist af því að verða að spinna viðbrögð við næsta faraldri af fingrum fram. Við urðum að gera það í Covid-19 og þótt miklu fleira hafi tekist vel, en höfundur ritstjórnargreinarinnar virðist halda, var margt sem við hefðum gert betur ef innviðir hefðu verið til staðar. Tildrög ritstjórnargreinarinnar var fyrirlestur sem Matt nokkur Ridley flutti

...