„Sveitarfélögin eru að fjárfesta minna og framkvæmdir Vegagerðarinnar eru í uppnámi en Samgönguáætlun var ekki afgreidd á Alþingi sem skapar óvissu. Það er mjög slæmt að hið opinbera skuli ekki nota verklegar framkvæmdir til…
Vegagerð Forgangsraða þarf í þágu innviða, að mati framkvæmdastjóra SI.
Vegagerð Forgangsraða þarf í þágu innviða, að mati framkvæmdastjóra SI. — Moergunblaðið/Sigurður Bogi

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Sveitarfélögin eru að fjárfesta minna og framkvæmdir Vegagerðarinnar eru í uppnámi en Samgönguáætlun var ekki afgreidd á Alþingi sem skapar óvissu. Það er mjög slæmt að hið opinbera skuli ekki nota verklegar framkvæmdir til sveiflujöfnunar,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, SI, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að afleiðingin sé sú að innviðaverktakar séu stöðugt að þenja út sína starfsemi þegar vel ári hjá hinu opinbera, en dragi síðan saman seglin hratt þegar verr ári. Bent hafi verið á að verulega kostnaðarsamt sé að vera til skiptis að segja upp fólki eða ráða og þjálfa til starfa. Samfellu skorti í verkefni, sem sé ekki nýtt af nálinni, en með meiri aga hjá hinu opinbera gæti staða mála verið betri.

...