Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að sér fyndist umræðan byggja á ákveðnum misskilningi, þar sem bréf Samgöngustofu til Reykjavíkurborgar var hvorki stílað á umhverfis- og skipulagsráðs né borgarráð. Dóra Björt sagði þar að bréfið hefði farið í sinn eðlilega farveg innan stjórnsýslunnar, og að ekkert tortryggilegt væri við þá framkvæmd.

„Þetta er bara eðlileg stjórnsýsla og alveg óþarfi að gera þetta eitthvað tortryggilegt, en það er kannski fyrirsjáanlegt af þessum fulltrúa minnihlutans sem hefur pólitískan hag af því að gera hluti tortryggilega,“ sagði Dóra Björt og vísaði þar til Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokks sem gagnrýndi að jafnafdrifaríkt bréf hefði ekki verið kynnt fyrir minnihlutanum.

Hún sagði jafnframt sérstakt að Samgöngustofa hefði þarna tekið

...