Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna virtist í gær vera komin vel á veg með að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni flokksins, sólarhring eftir að Joe Biden Bandaforseti lýsti því yfir að hann afsalaði sér útnefningunni og styddi Harris
Frambjóðandi Kamala Harris stýrði stuttri athöfn við Hvíta húsið í Washington í gær en hélt síðan á fund með kosningastjórn sinni í Delaware.
Frambjóðandi Kamala Harris stýrði stuttri athöfn við Hvíta húsið í Washington í gær en hélt síðan á fund með kosningastjórn sinni í Delaware. — AFP/Brendan Smialowski

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna virtist í gær vera komin vel á veg með að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni flokksins, sólarhring eftir að Joe Biden Bandaforseti lýsti því yfir að hann afsalaði sér útnefningunni og styddi Harris.

Að sögn bandarískra fjölmiðla varði Harris yfir tíu klukkustundum á sunnudag í símanum og hringdi í yfir 100 áhrifamenn í flokknum, þar á meðal tvo fyrrverandi forseta, Barack Obama og Bill Clinton, auk þingmanna og ríkisstjóra. Einnig ræddi hún við verkalýðsleiðtoga og mannréttindafrömuði.

Þá safnaðist 81 milljón dala, jafnvirði rúmlega 11,2 milljarða króna, í kosningasjóð Harris sólarhringinn eftir að Biden gaf yfirlýsingu sína á sunnudag sem er metupphæð á einum sólarhring í bandarískri kosningabaráttu en alls gáfu yfir 880 þúsund einstaklingar innan við 200 dali hver í sjóðinn. Framlög

...