Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

Umræða um stöðu grunnskólans er orðin ærandi, enda hefur námsárangri hrakað ár frá ári í nær aldarfjórðung. Skortir þó ekki fjárveitingar, en kennurum og öðru starfsliði hefur fjölgað örar en nemendum.

Sérstaklega er kvartað undan afnámi samræmdra prófa og leynd um frammistöðu nemenda og skóla. Ekki þó allir; málsvarar kennara gera lítið úr vandanum og finnst allt á góðri leið, en tómlæti Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnaráðherra, er sérkapítuli.

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um frumvarp ráðherrans um breytingu á grunnskólalögum er sérstaklega fundið að þessu, en jafnframt að hann hafi útvistað málefnum grunnskólans til Kennarasambands Ísland (KÍ).

Það virðist ekki úr lausu lofti gripið miðað við svör Magnúsar Þórs Jónssonar, formanns KÍ, í langri grein í Vísi, þar sem hann

...