Róbert Wessman
Róbert Wessman

Alvotech og þýski lyfjarisinn STADA hafa sett Uzpruvo, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara, á markað í Evrópu. Í tilkynningu frá Alvotech kemur fram að sala sé hafin í helstu Evrópulöndum, þar sem verð og greiðsluþátttaka heilbrigðistrygginga hefur verið samþykkt. Stelara er lyf til meðferðar við þrálátum meltingar-, húð- og gigtarsjúkdómum. Lyfið er framleitt á Íslandi.

„Við fögnum því að Uzpruvo sé komið í sölu um alla Evrópu og að vera fyrst á markað,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem Alvotech og STADA setja á markað. Félögin hófu árið 2022 sölu í Evrópu á Hukyndra, líftæknilyfjahliðstæðu við Humira í háum styrk. Þá var nýlega kynnt samstarf félaganna um þróun, framleiðslu og sölu á AVT03,

...