Ólympíueldurinn er kominn til Parísar og hlaupið hefur verið með hann um hin ýmsu hverfi borgarinnar. Eldurinn, sem að vanda var tendraður í Grikklandi í vor, kom til Frakklands 8. maí og var hlaupið með hann um landið. Ólympíuleikarnir hefjast á föstudagskvöldið og þá verður eldurinn tendraður á leikvanginum og logar þar á meðan leikarnir standa yfir. Handboltastjarnan Nikola Karabatic er meðal þeirra sem handleikið hafa kyndilinn undanfarna daga.