Hjólreiðakeppni Keppnin, sem er 1.000 km, er nú haldin í þriðja sinn.
Hjólreiðakeppni Keppnin, sem er 1.000 km, er nú haldin í þriðja sinn. — Morgunblaðið/Ágúst G. Atlason

Lengsta hjólreiðakeppni landsins, Arna Westfjords Way Challenge, hefst í dag þegar 32 hjólreiðamenn leggja af stað frá Ísafirði og keppa á 1.000 km langri leið um Vestfirði.

Tyler Wacker einn keppnisstjóranna segir í samtali við Morgunblaðið að undirbúningurinn fyrir keppnina hafi gengið vel.

Keppnin fer fram á fimm dögum, hjólað er í fjóra og svo er tekinn einn hvíldardagur. Þátttakendur hjóla um 250 km á dag og fá tækifæri til að skoða marga menningarstaði á leiðinni. Þá er heildartímataka keppenda stöðvuð á svonefndum menningarstoppum þannig að þeir fái nægan tíma til að njóta áhugaverðra staða á Vestfjörðum. „Þetta er eina keppnin í heiminum þar sem menningarlegum gildum er blandað inn í keppni,“ segir Tyler.

...