Heyskapur hefur gengið vel bæði á Norður- og Suðurlandi þrátt fyrir kalt vor og horfur eru góðar fyrir seinni slátt. Á Suðurlandi eru lömbin væn þótt gróðurinn hafi verið seinn til. Eftir nokkra svartsýni um kornuppskeru fyrir norðan hefur kornið þroskast vel í júlí
Heyskapur Júlímánuður hefur verið hlýr og spretta góð. Gróður lítur vel út á afrétti nema í Svarfaðardal. Þar sá á úthaga líka, sem er mjög sjaldgæft.
Heyskapur Júlímánuður hefur verið hlýr og spretta góð. Gróður lítur vel út á afrétti nema í Svarfaðardal. Þar sá á úthaga líka, sem er mjög sjaldgæft. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Heyskapur hefur gengið vel bæði á Norður- og Suðurlandi þrátt fyrir kalt vor og horfur eru góðar fyrir seinni slátt. Á Suðurlandi eru lömbin væn þótt gróðurinn hafi verið seinn til. Eftir nokkra svartsýni um kornuppskeru fyrir norðan hefur kornið þroskast vel í júlí.

Misjafnt ástand túna

Í Eyjafirði er ástand túna misjafnt. Staðan er góð í Eyjafjarðarsveit en norðar eins og í Svarfaðardal er ástandið aftur á móti ekki gott.

Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir heyskap hafa gengið vel þótt menn hafi farið seint af stað og flestir kúabændur séu búnir með fyrri slátt.

„Fyrsta vikan í júní var

...