Öskjuhlíð Skógurinn í Öskjuhlíð er gróskumikill og nauðsynlegt að grisja í þágu flugöryggis. Í forgrunni eru byggingar Háskólans í Reykjavík.
Öskjuhlíð Skógurinn í Öskjuhlíð er gróskumikill og nauðsynlegt að grisja í þágu flugöryggis. Í forgrunni eru byggingar Háskólans í Reykjavík. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Þetta er alvarleg staða og nú er hún orðin sú að blindaðflugið inn á flugbrautina er ónothæft,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, í samtali við Morgunblaðið. Hann gagnrýnir borgaryfirvöld í Reykjavík harðlega fyrir sinnuleysi þegar kemur að því að verða við kröfum Samgöngustofu og Isavia innanlands um að hluti trjáa í Öskjuhlíð verði felldur til þess að unnt verði að lenda á flugbraut 31 með góðu móti.

Hann segir þetta ástand vera grafalvarlegt fyrir innanlandsflugið í landinu og þá sjúkraflugið ekki síst. Aðflugið inn á flugbrautina sé orðið allt of bratt og því sé nauðsynlegt að fella tré til að auka öryggi í aðflugi og aðflugshornið inn á flugbrautina

...