„Viðskiptaráð hefur tekið þátt í uppbyggingu menntakerfisins í yfir hundrað ár. [...] Menntun er grundvöllur öflugs mannauðs, lýðræðis og samkeppnishæfni. Hún varðar þjóðarhag og allir eru gjaldgengir í umræðu um hana
Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

„Viðskiptaráð hefur tekið þátt í uppbyggingu menntakerfisins í yfir hundrað ár. [...] Menntun er grundvöllur öflugs mannauðs, lýðræðis og samkeppnishæfni. Hún varðar þjóðarhag og allir eru gjaldgengir í umræðu um hana. Það voru því vonbrigði að sjá viðbrögð menntamálaráðherra og formanns Kennarasambandsins, sem brugðust ókvæða við ábendingum okkar.“

Þetta segir Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs spurður út í gagnrýni á umsögn ráðsins í samráðsgátt stjórnvalda, við þau áform mennta- og barnamálaráðuneytisins að afnema samræmd könnunarpróf. Að mati Viðskiptaráðs ættu stjórnvöld að hætta við afnámið og grípa þess í stað til aðgerða til að tryggja jafnræði og aukið gagnsæi. „Í áformum ráðuneytisins felst sama stefna og skilað

...