Skjálfti Jarðskjálftarnir urðu norðvestur af Torfajökli.
Skjálfti Jarðskjálftarnir urðu norðvestur af Torfajökli. — Kort/map.is

Tveir jarðskjálft­ar mæld­ust norðvest­ur af Torfa­jökli í gær, á vest­ur­mörk­um Torfa­jök­ul­söskj­unn­ar. Fyrsti skjálft­inn mæld­ist 1,5 að stærð og fljót­lega á eft­ir varð ann­ar stærri skjálfti upp á 2,9. Þetta seg­ir Ingi­björg Andrea Bergþórs­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir ekk­ert óeðli­legt sé við það að skjálft­ar mæl­ist á þessu svæði. Rúmt ár er liðið síðan greint var frá því að landris hefði mælst í Torfa­jök­ul­söskj­unni.