Tilvísunum til Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað um 160% frá árinu 2020. Staðan er svipuð og hjá öðrum stofnunum sem sinna börnum í vanda en tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað umtalsvert það sem af er ári

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Tilvísunum til Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað um 160% frá árinu 2020. Staðan er svipuð og hjá öðrum stofnunum sem sinna börnum í vanda en tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað umtalsvert það sem af er ári. Þá hefur álag á meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu aukist gífurlega.

„Í heildina endurspeglar þetta það að það virðist vera meiri vanlíðan og kannski ákveðinn óróleiki hjá börnum á Íslandi,“ segir Linda Kristmundsdóttir, forstöðumaður Geðheilsumiðstöðvar barna.

Ekki liggur fyrir hver er ástæða þessarar auknu vanlíðunar meðal barna en einhverjir hafa bent á aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum sem mögulega orsök. Linda telur þó að fleira

...