Ólympíuleikarnir í París verða formlega settir föstudaginn 26. júlí en keppt verður í kvennaflokki í handbolta strax á morgun. Einn af hápunktum Ólympíuleikanna er keppni í frjálsíþróttum og má búast við magnaðri keppni á Stade de France-vellinum, en keppnin í frjálsum stendur yfir frá 1
Goðsögn Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíku ætlar sér að ljúka mögnuðum ferli með gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í París í ágúst.
Goðsögn Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíku ætlar sér að ljúka mögnuðum ferli með gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í París í ágúst. — AFP/Jewel Jamad

París 2024

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Ólympíuleikarnir í París verða formlega settir föstudaginn 26. júlí en keppt verður í kvennaflokki í handbolta strax á morgun. Einn af hápunktum Ólympíuleikanna er keppni í frjálsíþróttum og má búast við magnaðri keppni á Stade de France-vellinum, en keppnin í frjálsum stendur yfir frá 1. ágúst til 11. ágúst. Hér fyrir neðan verður farið yfir nokkrar greinar þar sem eftirvæntingin er sérlega mikil.

Eftirvæntingin fyrir 100 metra hlaup á Ólympíuleikunum er alltaf gríðarleg og á því verður engin breyting á í París. Þar er Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles líklegur til afreka. Hann vann þrenn gullverðlaun á HM í fyrra og stefnir á fjögur gull á ÓL.

Hann ætlar sér einnig gull í 200

...