Aðalgeir Heiðar Karlsson fæddist 1. október 1948 á Húsavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 12. júlí 2024.

Hann var sonur útgerðarhjónanna Heru Sigurgeirsdóttur, f. 22. maí 1916, d. 8. ágúst 1999, og Karls Óskars Aðalsteinssonar, f. 8. maí 1912, d. 24. jan. 1982. Aðalgeir var yngstur fimm systkina sem eru í aldursröð: Sigurbjörg Guðrún, f. 6. feb. 1935, d. 26. maí 2019, Sigrún Ólöf, f. 22. jan. 1937, Aðalsteinn Pétur, f. 27. okt. 1943, d. 15. júlí 2008, og Óskar Eydal, f. 27. nóv. 1944, d. 14. apríl 2017. Karl Óskar Geirsson, f. 28. nóv. 1955, sonur Sigrúnar, ólst einnig upp í Höfða og var alltaf eins og einn af systkinunum.

Alli var af mikilli sjómannaætt, var þó sjálfur mjög lítið á sjó en vann landvinnu. Hann réð sig til vinnu þegar Norðurverk hóf störf við gerð Laxárvirkjunar 3 og vann þar fram að verklokum sem bílstjóri á

...