Anton Helgi Jónsson skrifar á Boðnarmjöð: Gærdagurinn var merkilegur hjá mér enda gengur maður ekki oft fram á legstein úti í skógi og sér svo, að hann var reistur yfir hest:

Ólafur bóndi Blesa sinn

í brekkunni fögru heygði.

Sá kemst í skuld sem skáldfák sinn

á skeiði lífsins teygði.

Ef í þoku og stríðum straum

það stefndi í hættu bráða

var leiknin að gefa lausan taum

og láta hestinn ráða.

Dagbjartur Dagbjartsson segir að hann hafi aldrei verið sterkur í nöfnum á bragarháttum og spyr: Má ekki kalla þetta gluðru?

Stuð- hér kvæði leggjum -luð.

Luð- þó marga skorti -ru.

Ru-

...