Þáttaröðin Heldri maður í Moksvu (A Gentleman in Moscow) er aðgengileg á Sjónvarpi Símans um þessar mundir. Hún fjallar um rússneskan barón, sem dæma á til dauða í rússnesku byltingunni, en er þyrmt og skikkaður til ævilangrar vistar á Hótel Metrópól í Moskvu
Flinkur Ewan McGregor í hlutverki barónsins.
Flinkur Ewan McGregor í hlutverki barónsins.

Karl Blöndal

Þáttaröðin Heldri maður í Moksvu (A Gentleman in Moscow) er aðgengileg á Sjónvarpi Símans um þessar mundir. Hún fjallar um rússneskan barón, sem dæma á til dauða í rússnesku byltingunni, en er þyrmt og skikkaður til ævilangrar vistar á Hótel Metrópól í Moskvu. Stigi hann skrefi út fyrir hótelið muni það kosta hann lífið.

Upphaflega átti Kenneth Branagh að leika baróninn, en það kom á endanum í hlut Ewans McGregors, sem gerir það af mikilli íþrótt og eru fínir sprettir í sögunni. Serían er gerð eftir samnefndri skáldsögu Amors Towles og baróninn mun vera hreinn uppspuni. Metrópólitan-hótel­ið er það hins vegar ekki. Það var reist um aldamótin 1900 og gegndi ýmsum hlutverkum í Sovétríkjunum.

Hótelið gegnir einnig lykilhlutverki í skáldsögunni Metropol eftir þýska rithöfundinn Eugen Ruge. Innblástur Ruges var lífshlaup ömmu hans, sem var líkt og baróninn skikkuð til að dúsa

...