Aðalmarkvörður Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu í Andorra.
Aðalmarkvörður Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu í Andorra. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu þegar að lið hans Midtjylland frá Danmörku sigraði UE Santa Coloma frá Andorra, 3:0, í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Andorra í gærkvöldi. Elías Rafn er aðalmarkvörður Midtjylland en hann var á láni hjá Mafra í portúgölsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann tók stöðuna í liðinu af reynsluboltanum Jonas Lössl sem fékk nýtt starf innan félagsins.