Ólympíuleikarnir, sú mikla íþróttahátíð, hefjast formlega í París annað kvöld, enda þótt keppni sé þegar hafin í nokkrum greinum. Sveit okkar Íslendinga er ansi fámenn, enda strangar fjöldatakmarkanir í öllum greinum, en þau fimm sem keppa fyrir…

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Ólympíuleikarnir, sú mikla íþróttahátíð, hefjast formlega í París annað kvöld, enda þótt keppni sé þegar hafin í nokkrum greinum.

Sveit okkar Íslendinga er ansi fámenn, enda strangar fjöldatakmarkanir í öllum greinum, en þau fimm sem keppa fyrir Íslands hönd eiga örugglega öll eftir að standa sig vel.

Litlu munaði að allt að helmingi fleiri Íslendingar kæmust til Parísar því margir misstu naumlega af því að tryggja sér keppnisréttinn.

Af þessum fimm á Anton Sveinn McKee mesta möguleika á að ná langt, enda hefur hann fest sig í sessi í hópi bestu bringusundsmanna heims á undanförnum árum.

Eins og fram kemur í viðtalinu við Anton hér til

...