Litirnir í þessu þekkta málverki eru nokkuð daufir eða dimmir, þar sem bláir og dimmgrænir litir eru einkar áberandi. Þetta er klassískt olíumálverk og myndefnið er grípandi, þar sem hesturinn, sem stendur í forgrunni fyrir miðju, fangar augað, líkt …
Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) Þingvellir, 1900 Olíumálverk
Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) Þingvellir, 1900 Olíumálverk

Litirnir í þessu þekkta málverki eru nokkuð daufir eða dimmir, þar sem bláir og dimmgrænir litir eru einkar áberandi. Þetta er klassískt olíumálverk og myndefnið er grípandi, þar sem hesturinn, sem stendur í forgrunni fyrir miðju, fangar augað, líkt og kirkjan og bæjarhúsið í fjarska, auk fjallanna í bakgrunni. Þá er myndbyggingin til þess gerð að leiða augað eftir spegilsléttu vatnsyfirborðinu inn í myndina, svo hún dregur áhorfandann nær ómeðvitað inn í sjónsvið verksins, og áhorfandinn kann að spyrja sig hvaða tíma dags eða hvaða árstíð myndin sýni.

Þórarinn B. Þorláksson var einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar. Verkið er frá árinu 1900 en Þórarinn var orðinn mikils metinn listamaður hér á landi á þeim tíma. Heiti þess er Þingvellir en málverk listamannsins af Þingvöllum nutu mikillar hylli, landslagsmálverk í síðrómantískum stíl

...