Þótt Ólympíuleikarnir í París verði ekki formlega settir fyrr en á morgun fóru fyrstu viðburðir leikanna fram í gær er keppni í fótbolta og rúgbí í karlaflokki hófst. Í dag verður síðan rúgbíkeppninni haldið áfram og handbolti og fótbolti í…
Noregur Þórir Hergeirsson hefur náð einstökum árangri með Noreg.
Noregur Þórir Hergeirsson hefur náð einstökum árangri með Noreg.

París 2024

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Þótt Ólympíuleikarnir í París verði ekki formlega settir fyrr en á morgun fóru fyrstu viðburðir leikanna fram í gær er keppni í fótbolta og rúgbí í karlaflokki hófst. Í dag verður síðan rúgbíkeppninni haldið áfram og handbolti og fótbolti í kvennaflokki fer af stað, auk einstaklingskeppni kvenna í bogfimi.

Cloé Eyja Lacasse verður fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir aðra þjóð til að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á leikunum. Cloé verður í eldlínunni með kanadíska landsliðinu í fótbolta gegn því nýsjálenska klukkan 15. Cloé bjó í Vestmannaeyjum í fimm ár, frá 2015 til 2019, og var einn besti leikmaður Íslandsmótsins er hún raðaði inn mörkum fyrir ÍBV. Hún fékk síðan íslenskan ríkisborgararétt og bætti við Eyja í

...