Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson

Það má vera líkt og að flytja uglur til Aþenu að bæta í umræðuna um nýlenskuna.

Samt situr í mér grein þar sem talað var um turnana fjóra í íslenskri menningu og þeir taldir málfarslegir byltingarmenn, og því líkir nýlenskumönnum Það voru Snorri, Hallgrímur, Jónas og Halldór.

Víst voru þeir snillingar en hvernig fór með byltinguna?

Snorri skrifaði Noregskonungasögur og framdi háttatal. Hallgrímur var stórskáld en hans ástsælasta og langlífasta verk, passíusálmarnir, er klassískt verk í lúterskum anda sinnar tíðar.

Jónas og félagar voru í sínum bergmálshelli þegar þeir dembdu Fjölni yfir þjóðina og héldu hana geta tekið við evrópskri hámenningu orðalaust. Menn þybbuðust við og yfir tók þegar þeir ætluðu að bylta

...