Aðalsteinn Ingólfsson
Aðalsteinn Ingólfsson

Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes býst við að fá nýtt uppsjávarskip afhent í október eða nóvember á næsta ári. Þetta segir Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess, í samtali við Morgunblaðið.

Nokkur seinkun hefur orðið á afhendingu skipsins en upphaflega var gert ráð fyrir að skipið yrði afhent á þessu ári. Aðspurður gat Aðalsteinn ekki sagt hver skýringin væri á þessum drætti á afhendingunni. Hann segir að á síðasta ári hafi verið samið um seinkunina.

Skipið fær nafnið Ásgrímur Halldórsson SF 250 og er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Karstens Skibsværft A/S í Póllandi. Samkvæmt vefsíðu útgerðarfélagsins verður skipið síðan dregið til ­Danmerkur í maí á næsta ári þar sem lokið verður við smíði skipsins.