— Morgunblaðið/Eyþór

Vel var mætt á sirkussýninguna Springum út, sem Sirkus Ananas stóð fyrir á túninu við Vesturbæjarlaug í gær. Springum út er barna- og fjölskyldusýning, en Sirkus Ananas samanstendur af þeim Urði Ýri, Daníel og Kristni Karlssyni. Urður og Kristinn sýndu ýmsar aðdáunarverðar kúnstir og listir, á borð við loftfimleika, töfra, áhættuatriði og jöggl.

Sirkus Ananas hefur sýnt Springum út víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, en sýningin er í anda hinnar klassísku sirkushefðar sem sett er saman af stuttum atriðum. Yfirskrift sýningarinnar er: Hvað gerist ef við tengjumst, vinnum saman og springum út?