Alþjóðleg listahátíð tileinkuð skúlptúrum úr sandi var opnuð á Fulong-ströndinni í Taípei í Taívan fyrr í sumar og stendur fram í október. Á hverju ári laðar hátíðin þúsundir gesta á staðinn. Í ár gefst gestum og gangandi tækifæri til að sjá alls…
— AFP/I-Hwa Cheng

Alþjóðleg listahátíð tileinkuð skúlptúrum úr sandi var opnuð á Fulong-ströndinni í Taípei í Taívan fyrr í sumar og stendur fram í október. Á hverju ári laðar hátíðin þúsundir gesta á staðinn. Í ár gefst gestum og gangandi tækifæri til að sjá alls kyns teiknimyndafígúrur formaðar í sand áhorfendum til undrunar og gleði. Um er að ræða 17. listahátíðina af þessu tagi þar í landi. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum þykir sandurinn á Fulong-ströndinni sérlega heppilegur til skúlptúrgerðar sökum þess hversu hátt innihald kvars er í sandinum.