Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir aukna bílaumferð í sveitarfélaginu munu kalla á uppbyggingu umferðarmannvirkja á næstu árum. Gert sé ráð fyrir áframhaldandi íbúafjölgun á næstu árum. Íbúar Reykjanesbæjar voru alls 23.759 um síðustu mánaðamót og hafa aldrei verið fleiri. Hefur þeim fjölgað um 3,2% milli ára eða um tæplega 800 manns.

Kjartan Már segir að samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi í fyrra sé gert ráð fyrir að íbúum muni halda áfram að fjölga hratt á næstu árum en að svo muni hægja á fjölguninni. Áætlað sé að íbúarnir verði orðnir um 30 þúsund eftir 8-10 ár.

„Við erum því með allar hendur á lofti til að reyna að halda í við fjölgun íbúa og haga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

...